Færslur: 2018 Júní

27.06.2018 17:02

Mótstilkynning 2018

Neskaupstað 27. júní 2018

Kæru veiðifélagar

Þá er komið að Sjóstangaveiðimóti Sjónes sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Fimmtudagur 19. júlí.

Mótið verður sett og mótsgögn afhent kl. 20:00. í Beituskúrnum.

Matarmikil Islensk Kjötsúpa og brauð,og kaffi í boði Sjónes.

Föstudagur 20. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00.

Kaffi og brauð á bryggjunni.

Frítt í sund báða daganna.

Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

Laugardagur 21. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.

Kl 14:00 Tekið verður á móti keppendum, mökum,og skipstjórum, með kaffi,og kökum á löndunar stað við vigtarskúrinn.

Kl. 19:00 opnar Hótel Hildibrand kl 20:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð, og verðlaunaafhending.

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000.- krónur, og innifalið miði á lokahófið, aukamiði kostar 5.000.-

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð. Gistimöguleikar

Tónspil herbergi Sími 477 1580 - 894 1580 Pétur.

Hótel Edda Sími 444 4000

Hótel Capitano Sími 477 1800 - Sveinn

Gistihúsið Siggi Nobb: Sími 477 1800 - Sveinn

Hildibrand Hótel Sími 865 5868 - [email protected] Gistheimilið við lækinn Sími 477 2020

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi miðvikudaginn 11. júlí.

Matthías ( sími: 477 1663 , 848 7259 ) Kári (sími: 477 1512 , 859 1066 )

25.06.2018 20:21

Ótitlað

Aðalmótið okkar er 20 og 21 júlí og innanfélagsmótið 12 ágúst
  • 1
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 28662
Samtals gestir: 2054
Tölur uppfærðar: 13.8.2022 11:46:36

Nafn:

Sjóstangaveiðifélagið Norðfjarðar

Farsími:

848-7259

Afmælisdagur:

Stofnað 1989

Heimilisfang:

Marbakki 8

Staðsetning:

Neskaupstaður

Heimasími:

477-1663

Tenglar