20.07.2022 17:47

Nú er mótið okkar búið og gekk bara vel, það eru komnar myndir í albúmið.

30.06.2022 16:48

 

                             Kæru veiðifélagar

Þá er komið að  Sjóstangaveiðimóti Sjónes 2022 sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

 

Fimmtudagur 14. júlí.

Mótið verður sett og mótsgögn afhent  kl. 20:00. á  Hótel Hildibrand.

   Matarmikil súpa og brauð  í boði Sjónes.

 

Frítt í sund báða daganna

 

Föstudagur 15. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur,

 og síðan er haldið til veiða og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp,

kaffi og brauð á bryggjunni við löndun.

Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

 

Laugardagur 16. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og  veitt  á hafnarsvæðinu í 15 mínútur,    síðan haldið á miðin og veitt í 6 tíma frá fyrsta rennsli,  svo haldið til hafnar.

 Tekið verður á móti keppendum, mökum,og  skipstjórum,  með kaffi,og brauði   á löndunar stað við vigtarskúrinn.  

 

Kl. 18:30  opnar Hótel Cliff   kl 19:00  hefst lokahófið með þriggja rétta  veislumáltíð, og  verðlaunaafhending.

   

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000.- krónur,  og innifalið miði  á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.

 

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.            Gistimöguleikar

Hótel Cliff                                  Sími    865  5868 - [email protected]

Hótel Capitano                           Sími    477 1800 - Sveinn

Hildibrand Hótel                        Sími    865  5868 - [email protected]                      

Skorrahestar Norðfjarðarsveit  Sími      477 1736 - 848 1990

 

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi miðvikudaginn 6. júlí.

 

 

Matthías ( sími: 477 1663 , 848 7259 )    Kári  (sími 860 7112 )

Netfang     [email protected]

11.05.2022 15:56

það er búið að fresta Sjósnæ mótinu sem átti að vera 13 og 14 maí til 24 25 júní

11.05.2022 15:53

11.05.2022 15:47

Sæl nú eru 2 mót búin og gekk bara vel 1. mótið var á Akranesi þar voru 3 keppendur og 1 skipstjóri frá Sjónes.  svo var Vestmannaeyarmótið og næst er mót Sjór frá Patreksfyrði  20 og 21 maí

28.02.2022 13:26

Aðalfundur v/2021

Sæl, aðalfundurinn var haldin á Hótel Hildibrand  þann 25 feb. 14 voru mættir frátt fyrir covid og tókst hann vel,  stjórnin var endur kjörin og reikningar samþykktir, árgjald óbreitt, önnur mál voru tekin fyrir, td. bréf frá Fiskistofu við höfum leifi til að veiða 18.018 kg.   árið 2022     svo var borðaður fínn matur á eftir.

30.08.2021 15:09

Innanfélagsmót 2021

Jæja, þá er innanfélagsmóti Sjónes 2021 lokið  aflinn var mjög góður og mikill  4 tonn veiddust á 10 stangir á 3 bátum aflahæsti bátur var Elín NK  skipstjóri Ásgeir Jónsson með 613 kg meðaltal á 3 stangir, aflahæsti karl var Pétur Sigurðsson Sjóak. með 783 kg.en hann tók þátt sem gestur,  aflahæsti nýliði karla var Andri Snær Sigurjónsson með 545 kg. aflahæsti nýliði kvenna var Daria Richardsdóttir með 196 kg. aflahæsti karl í Sjónes var Björgvin Mar Eyþórsson með 512 kg. aflahæsta kona í Sjónes var Svala Skúladóttir en hún veiddi 287 kg. stæðsti fiskur mótsinns var þorskur  16 kg. en hann veiddi Andri Snær Sigurjónsson,  mótið fór fram í mjög góðu veðri  nánari úrstlit má skoða á sjol.is klikka þar á  mótin

27.08.2021 16:17

Innanfélagsmót 2021

Svona er keppandalisti á innanfélagsmótinu 2021
#SveitBt1NafnFélagKynTrúnaðarmaður
11Björgvin Mar EyþórssonSjónesKarl
22Svala SkúladóttirSjónesKona
33Matthías SveinssonSjónesKarl
42Ari B. GuðmundssonSjónesKarlNei
52Snorri SkúlasonSjónesKarlNei
61Andri Snær SigurjónssonSjónesKarlNei
71Pétur SigurðssonSjóakKarlNei
83Birgir Þór KjartanssonSjónesKarlNei
93Hafsteinn FriðbjarnarsonSjónesKarlNei
103Daria RichardsdóttirSjónesKonaNei

24.08.2021 16:51

Innanfélagsmót 2021

Sæl ,þá er komið að innanfélagsmóts Sjónes sunnudaginn 29 ágúst sem er öllum opið og kostar ekkert að taka þátt í þessu eins dags móti sem endar með lokahófi  mat  og verðlaunaafhendingu um kvöldið,   þáttakendur skrái sig síðasta lagi fimmtudaginn 26 ágúst í síma 8487259 Matti.
  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 28614
Samtals gestir: 2054
Tölur uppfærðar: 13.8.2022 10:18:45

Nafn:

Sjóstangaveiðifélagið Norðfjarðar

Farsími:

848-7259

Afmælisdagur:

Stofnað 1989

Heimilisfang:

Marbakki 8

Staðsetning:

Neskaupstaður

Heimasími:

477-1663

Tenglar