Færslur: 2009 Maí
25.05.2009 19:58
20 ára Afmælismót
Neskaupstað 21. maí 2009
20 ára
Kæru veiðifélagar
Þá er komið að 20 ára afmælismóti Sjónes 2009 sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.
Fimmtudagur 4. Júní.
Mótið verður sett og mótsgögn afhent í Hótel Egilsbúð kl. 19:00.
Matur í boði Sjónes
Föstudagur 5. Júní.
Lagt úr höfn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00. frítt í sund báða dagana.
Kl. 17:30 farið frá Egilsbúð í óvissuferð með grillveislu.
Laugardagur 6. Júní.
Lagt úr höfn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.
Kl 14:00 Tekið verður á móti keppendum, mökum, skipstjórum og fleirum með afmælistertu og kaffi, á löndunar stað.
Kl. 19:00 opnar Hótel Egilsbúð með fordrykk, kl 20:00 hefst lokahófið með afmælisávarpi formans, veislumáltíð, happadrætti, verðlaunaafhendingu, veitt verður gullmerki Sjónes og hljómsveitin Mónó leikur fyrir dansi.
Mótsgjald er 15.000.- krónur, innifalinn miði á lokahófið og aukamiði er frír.
Gistimöguleikar
Hótel Capitano : Sími: 861 4747
Egilsbúð herbergi : Sími : 861 4747
Tónspil herbergi : Sími : 477 1580 - 894 1580
Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku, í síðasta lagi Sunnudaginn 31 maí.
Matthías (sími: 477 1663, 848 7259) Kári (sími: 477 1512 , 846 6573)
_____________________________________________________________________
06.05.2009 20:15
Innnanfélagsmót 2. maí
- 1