Flokkur: Afmælisávarp formanns

08.06.2009 16:33

Afmælisávarp formanns

                         Afmælisávarp formanns á 20 ára lokahófi Sjónes 2009.

Ágætu félagar, skipstjórar, og aðrir gestir, við erum hér saman komin á lokahófi  Sjónes 2009 og til að fagna 20 ára afmæli Sjónes, Sjóstangaveiðifélagi Norðfjarðar,  sem var stofnað árið 1989,  af tvennum hjónum þeim Hlífari Þorsteinssyni og Ingu Magnúsdóttir og hitt parið var Stefán Björnsson og Sigfríð Steingrímsdóttir. Fyrsta mótið var haldið 16 júní 1989 í tengslum við 60 ára afmæli Neskaupstaðar, og var það Magnús Magnússon frá Vestmannaeyjum sem aðstoðaði heimamenn við að koma því af stað.   Keppendur voru 17 víða að af landinu og stóð þetta 1. mót aðeins í einn dag, árið á eftir var svo haldið annað mót þá um verslunarmannahelgina, svo árið 1991 var haldið mót um sjómannadagshelgina og verið haldið svo síðan, það ár voru 10 félagar í Sjónes, en nú eru þeir 56.  Fyrsti formaður félagsins var Hlífar Þorsteinsson,  hann var formaður fyrstu 5 árin og tók ég við af honum og hef verið síðan, ég með góða stjórn mér til hjálpar,  sem er lítið breitt frá því að ég tók við. Sjónes er eitt af stofn félögum Landsambands sjóstangaveiðifélaga,  en það var stofnað 1991.  Fyrstu mótin aflaðist lítið og var þá afkoman engin,  og voru menn jafnvel að borga kostnað úr eigin vasa, en það hefur nú lagast sem betur fer, en til dæmis árið 1992 var heildar aflinn eftir báða dagana 1360 kg.  og árið 1994 þá voru keppendur 21 og heildar afli tæp 2.4 tonn. aflahæsti karl var Baldvin Baldvinsson frá Sjóak með 127 kg. eftir báða dagana.  Árið 1995 voru 31 keppandi með nánast sama afla, eða 2,4 tonn tæp, aflahæsti karl þá var Kári Hilmarsson Sjónes með 140 kg.  Árið 2005 var hinsvegar mjög gott, það ár veiddi Þorsteinn Jóhannesson frá Sjósigl. nánast jafn mikið og heildar aflinn var, árið 1992, og ef afli Ólafs Gunnars Guðnasonar Sjónes er tekinn með voru þeir tveir með meiri afla en 21 keppandi árið 1994,  en árið 2005 voru 9 keppendur með meira en tonn. Frá upphafi hafa Akureyringar verið sérlega duglegir að heimsækja okkur í mót, til dæmis árið 1996 voru 15 keppendur og þar af 8 frá Sjóak og árið 1995 voru keppendur 31 og þar af 16 frá Sjóak, þannig að þeir voru meira en helmingur keppenda í þessum mótum.  Og ég  vona ég að ég móðgi engan með því að nefna  þrjú nöfn úr þeirra hópi sem hafa verið sérlega duglegir að koma, en það eru þeir Baldvin Baldvinsson og Hafþór Gunnarsson, en hafa þeir komið frá upphafi með nokkrum undantekningum, svo er það Sigfríð Valdimarsdóttir en frá því að hún kom fyrst árið 1996 hefur hún komið á hverju ári síðan eða 13 sinnum. Svo erum við auðvitað með heimamenn sem hafa starfað með  okkur meira og minna frá upphafi. Og við höfum átt eftirminnileg atvik og vil ég nefna árið 2005 veiddist stærsti karfi sem hefur veiðst á stöng við Ísland svo vitað sé, en hann mældist 5,46 kg. veiðimaðurinn kom frá Sjóak, og heitir Anna B. Ívarsdóttir, og var hún á bátnum Inga NK. Skipsstjóri Einar Hálfdanarson.  Árið 2006  veiddi Ólafur Jónsson Sjósnæ 16,6 kg. þorsk og var viss um að þetta væri stærsti fiskur mótsins, en um leið var Sveinn Einarsson Sjónes að draga þorsk sem var 19,9 kg, sem er stærsti fiskur í sögu Sjónes þar til nú,  þeir voru báðir með Sævari á Mónesinu NK.  En nú á afmælismótinu veiddist þorskur sem vó 24,08 kg.  Árið 2002 var mesti meðalafli á stöng á landinu í móti Sjónes eða 614 kg.  En ekki má nú gleyma skipstjórunum okkar,  sem koma með sín atvinnutæki til að vera með okkur, og vona ég að svo verði áfram, sumir hafa verið með okkur frá upphafi vil ég nefna einn í því sambandi Didda Þorkels á Dísu NK. sem hefur verið með í 18 af þeim 20 mótum sem haldin hafa verið, en frá upphafi hafa 31 skipstjóri verið með í mótum Sjónes, þar af 7 sem hafa verið í fleirum en 10 mótum. Góðir gestir við skulum nú fagna 20 ára afmæli Sjónes og skemmta okkur hér í kvöld og skála fyrir Sjónes og segja, Skál.     

Takk fyrir.

Formaður Sjónes: Matthías Sveinsson.

 

  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 28614
Samtals gestir: 2054
Tölur uppfærðar: 13.8.2022 10:18:45

Nafn:

Sjóstangaveiðifélagið Norðfjarðar

Farsími:

848-7259

Afmælisdagur:

Stofnað 1989

Heimilisfang:

Marbakki 8

Staðsetning:

Neskaupstaður

Heimasími:

477-1663

Tenglar